140. löggjafarþing — 87. fundur,  24. apr. 2012.

aðdragandi Icesave-samninganna.

[13:44]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan, á þeim fjölmörgu fundum sem voru haldnir um Icesave, yfir 40 fundum, var Icesave-málið rætt út frá mörgum hliðum, forsendum þess, efnahagsáhrifum o.s.frv. (Gripið fram í.) Samningurinn var ræddur þar og hann var kynntur áður en hann var undirritaður. Drög að samningi voru kynnt í ríkisstjórn. Ég man ekki nákvæmlega dagsetningar af því að ég er ekki með þetta fyrir framan mig, en ég fullyrði að ekkert mál hefur verið rætt eins ítarlega og oft út frá öllum hliðum og þetta mál.