140. löggjafarþing — 87. fundur,  24. apr. 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[19:17]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Mig langar að spyrja á því að spyrja hæstv. ráðherra hvort hún sé raunverulega sátt við að hér sé verið að leggja til að fara á svig við tilgang laga um ríkisábyrgðir, þ.e. Alþingi er búið að setja sér ákveðinn ramma, ákveðnar reglur um hvernig fara eigi fram og svo þegar það hentar þá komum við og ætlum að fara á svig við þessar reglur til að knýja ákveðið verkefni fram.

Í öðru lagi langar mig að spyrja hæstv. ráðherra að hvaða leyti tekið hafi verið tillit til umsagnar og ábendinga Ríkisábyrgðasjóðs, sem er með mjög gagngerðar og skýrar tillögur og ábendingar. Eins og fram kom í umræðum um rammaáætlun er umsagnarferlið ekki bara til að sýnast heldur á umsögn Ríkisábyrgðasjóðs að hafa eitthvert vægi, einhverja þýðingu. Hvernig telur hæstv. ráðherra að tekið hafi verið fullt tillit (Forseti hringir.) til umsagnar og ábendinga Ríkisábyrgðasjóðs í þessum efnum?