140. löggjafarþing — 87. fundur,  24. apr. 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[19:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér hefur borist til eyrna að ríkissjóður sé févana og það vanti peninga í ýmislegt. Verið er að skerða hjá spítölum og sjúkrahúsum o.s.frv. Á sama tíma er ríkið að veita opinberum aðilum lán upp á 8,7 milljarða sem eru ekkert annað en peningar úr ríkissjóði. Þetta er skuldbinding fyrir ríkissjóð og hann gæti alveg eins sett Norðfjarðargöngin í forgang og bara byrjað á morgun að byggja Norðfjarðargöngin ef hann ætti þessa peninga sem hann ætlar að taka að láni. Ég sé engan mun á því að veita lán með ríkisábyrgð, alveg sérstaklega þegar lánað er til opinbera aðila, eða setja það á fjárlög eða fjáraukalög.