140. löggjafarþing — 87. fundur,  24. apr. 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[21:40]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég ítreka hér í upphafi varðandi lög um Ríkisábyrgðasjóð að þetta frumvarp er auðvitað lagt fram til að breyta þeim í þessu tilfelli og fara þannig fram hjá tilteknum ákvæðum þeirra.

Varðandi tilfallinn kostnað sem nú þegar er orðinn er það einmitt mjög góð spurning sem fjárlaganefnd þyrfti að fara vel fyrir. Þetta kom upp tiltölulega nýlega og var mér sagt að áfallinn kostnaður væri um 300–400 milljónir. Ég er ekki með nákvæma tölu yfir þetta en það þarf auðvitað að fá á hreint og ferlið yfir það hvernig hann er til kominn og með hvaða hætti væri mjög þarft og gott að fá yfirlit yfir. (Gripið fram í: … skýringum …) Hvort það er í skýringum með frumvarpinu man ég ekki.

(Forseti (ÁI): Svo mun vera, já.)

Þetta kom einmitt upp nýlega hjá okkur, þá kom þetta fram og er væntanlega rétt tala í skýringum með frumvarpinu. Það er þörf á að ræða sérstaklega líka hvernig þetta hefur farið fram.