140. löggjafarþing — 87. fundur,  24. apr. 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[21:42]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að biðja þingmanninn afsökunar. Hún er kannski ekki rétta manneskjan til að fá þessa spurningu. Ég var ekki viðstödd þegar hæstv. fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu, ég var bundin á fundi annars staðar, þannig að það er skýringin á því að ég leita eftir viðbrögðum hv. þingmanns sem gjörþekkir þetta mál eins og kom fram í ræðu hennar. En 300–400 millj. kr. er talsvert fjármagn, það má gera ýmislegt fyrir það.

Ég vil freista þess að athuga hvort þingmaðurinn muni þetta, ef ekki þá tek ég umræðuna síðar við hæstv. fjármálaráðherra: Ef fjárhæðin er sú sem nefnd er, er heimildir að finna fyrir þeim í fjárlögum eða hefur verið veitt sérstakt fjármagn til þessa verkefnis? (Forseti hringir.) Mig minnir að ég hafi séð í greinargerð með frumvarpinu að innborgað (Forseti hringir.) hlutafé í Vaðlaheiðargöng hf. sé einungis 20 milljónir. (Forseti hringir.) Ýmsu öðru er hægt að bæta við (Forseti hringir.) fyrir þennan pening.