140. löggjafarþing — 88. fundur,  25. apr. 2012.

framkvæmdarvald og stjórnsýsla í héraði.

738. mál
[18:26]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Umdæmismörkin verða samkvæmt frumvarpinu ákvörðuð í samstarfi og samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar liggja þessar línur og einnig verður haft samstarf um það hvar miðstöðvar embættanna verða. Valdið er á hendi hins miðlæga valds, þ.e. ráðuneytisins, en samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.