140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

umræða um stöðu ESB-viðræðna.

[11:11]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Jóns Bjarnasonar og beini því til hæstv. forseta að fram fari sérstök umræða um þessi mál. Frú forseti sagði áðan að það væri hægt að ræða um Evrópusambandsmál undir umræðu um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál hér á eftir. Utanríkismál eru fleira en ESB þrátt fyrir að þingflokkur Samfylkingarinnar telji svo ekki vera. Það er mjög mikilvægt að það fari fram umræða um stöðu þessarar umsóknar. Það er ekki nægilegt að hæstv. utanríkisráðherra komi hingað og segi gagnvart gríðarlegum hótunum frá Evrópusambandinu og gagnvart klækjabrögðum félaga sinna í utanríkismálanefnd: Það mikilvægasta er að halda kúlinu.

Hvenær fáum svör frá hæstv. utanríkisráðherra sem eru á einhverjum öðrum nótum en skætingur og bull?