140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

umræða um stöðu ESB-viðræðna.

[11:25]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Ég þakka þær skýringar komið hafa fram frá frú forseta, að hún hafi margreynt að koma þessari sérstöku umræðu á dagskrá en ekki haft erindi sem erfiði, en þær skýringar vekja áleitnar spurningar: Af hverju ekki? Hvaða ljón eða ljónynjur stóðu í vegi fyrir þessum umræðum? [Hlátur í þingsal.] Hverjir stóðu í vegi fyrir þessari umræðu? Það hafa margar fátæklegri umræður átt sér stað í millitíðinni vegna beiðna sem fram hafa komið mun síðar. (Gripið fram í: Dýpri.) Neitaði hæstv. forsætisráðherra að taka þátt í þessari umræðu? Ef svo er, á hvaða forsendum?

Ég tel að það eigi að taka umræðu um málið þegar í stað, á undan 2. dagskrárlið dagsins, því að það snýst um fullveldi og sjálfstæði landsins.