140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[11:52]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á bls. 20 í skýrslu hæstv. utanríkisráðherra er fullyrt að krónan komist í skjól með stuðningi Evrópska seðlabankans eftir að aðild að Evrópusambandinu hefur verið samþykkt.

Frú forseti. Ég vil spyrja hæstv. utanríkisráðherra hvort hér sé verið að segja að taka eigi 1.000 milljarða kr. lán hjá Seðlabanka Evrópu til að losa gíruga fjármagnseigendur undan áhættunni sem þeir tóku þegar þeir fjárfestu hérna í útrásinni og koma þeirri áhættu yfir á íslenska skattgreiðendur.

Fram kemur að aðildarviðræðurnar muni taka eitt ár í viðbót en þá á eftir að samþykkja aðildarsamninginn bæði hér á landi og í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins. Þetta þýðir að mínu mati að gjaldeyrishöftin munu verða hér að minnsta kosti í tvö eða þrjú ár. (Forseti hringir.) Er hæstv. utanríkisráðherra sammála þeirri skoðun?