140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[12:00]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Sökum tímaskorts ætla ég bara að ítreka fyrri spurningar mínar og biðja hæstv. ráðherra að svara þeim.

Ég vil líka spyrja: Ef þetta samkomulag hefur gengið svona vel, sem ég er ekkert að draga dul á eða efast um og tek orð hæstv. ráðherra fyrir því, af hverju er þetta enn tímabundið, af hverju er ekki búið að ganga formlega frá þessu? Hvernig er verkaskiptingin á milli ráðuneytanna? Hver er yfirhershöfðinginn þegar allir þessir sjóherir og landherir með æfingar og loftrýmisgæslu og allt það koma hingað? Fer hæstv. utanríkisráðherra með forsvar varnarmála samkvæmt þessum forsetaúrskurði eða er hæstv. innanríkisráðherra yfirmaður þeirra stofnana sem samkvæmt þessu samkomulagi sinna þeim verkefnum sem um er rætt?