140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[14:27]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að taka upp þráðinn þar sem hv. þm. Jón Bjarnason skildi við hann. Daginn fyrir síðustu alþingiskosningar var formaður Vinstri grænna, hæstv. ráðherra Steingrímur J. Sigfússon, í sjónvarpsviðtali þar sem hann sagði að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili. Þessi orð hans voru afdráttarlaus af því að hv. þm. Árni Þór Sigurðsson notaði orðið afdráttarlaus hér áðan.

Nú langar mig að spyrja hv. þm. Árna Þór Sigurðsson að því hvort hann telji að formaður Vinstri grænna hafi þarna vísvitandi sagt ósatt daginn fyrir kosningar. Lá það ekki fyrir að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu? Ef svo er, af hverju sagði formaður Vinstri grænna ósatt daginn fyrir kosningar þegar hann sagði að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili?