140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[14:30]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Herra forseti. Það er hárrétt, ég og hv. þingmaður vorum einu sinni í sama stjórnmálaflokki. Það var einmitt á þeim tíma þegar formaður Vinstri grænna sagði daginn fyrir kosningar að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu.

Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson skýlir sér jafnan á bak við að það hafi verið Alþingi sem hafi tekið þessa ákvörðun. Einn af þeim sem tóku þessa ákvörðun var formaður Vinstri grænna og studdi það að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu, en einungis mánuði áður hafði hann sagt í sjónvarpsviðtali daginn fyrir kosningar að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili.

Þá langar mig að spyrja hv. þingmann: Hvor Steingrímur J. sagði þetta daginn fyrir kosningar? Sagði formaður Vinstri grænna vísvitandi ósatt daginn fyrir kosningar um að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu? Hann var komin á allt aðra skoðun mánuði seinna (Forseti hringir.) þegar hann kom í þingsal og studdi það að sótt yrði um aðild.

Jafnframt langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hægt sé að vænta þess að trúverðugleiki þeirra (Forseti hringir.) sem tala með þessum hætti fyrir kosningar sé mikill þegar kemur að næstu kosningum og þeim málum sem menn (Forseti hringir.) bera þá á borð.

(Forseti (KLM): Ég vil minna þingmenn á að nota rétt ávörp í ræðustól Alþingis, nota fullt nafn manna og titil.)