140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[15:01]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er enginn sem hefur hafnað því eða hindrað það að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um þetta mál aðrir en þeir sem höfnuðu tillögu hér um það hvort ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu fengi framgang. Það er rétt að það komi fram.

Mig langar í mínu seinna andsvari að beina annarri fyrirspurn til hv. þingmanns sem sagði í sinni ræðu að þingmenn væru fulltrúar sérhagsmuna á Alþingi en ekki þjóðarinnar. Ég er því algjörlega ósammála af því að ég veit ekki betur en að hér sé kosið og það sé þjóðin sem mæti á kjörstað og kjósi sína fulltrúa. Í ljósi þessara ummæla þingmannsins finnst mér rétt að hann upplýsi okkur þar sem hann er þingmaður: Fulltrúi hvaða sérhagsmuna er þingmaðurinn Þór Saari?