140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[15:06]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því auðvitað að Hreyfingin sé farin að kalla eftir plani B því að við framsóknarmenn höfum kynnt plan B mjög ítarlega og hv. þingmaður getur (MT: Var það ekki fyrir þína tíð?) kynnt sér það á planb.is. Það var ekki fyrir mína tíð, hv. þingmaður.

Mig langar þá að ítreka spurninguna sem ég lagði fram áðan: Kæmi fram vantrauststillaga á hendur ríkisstjórninni, mundi þingflokkur Hreyfingarinnar í heild sinni styðja hana? Fréttin í Morgunblaðinu bendir til þess að einhverjar kröfur séu í gangi innan ríkisstjórnar um einhver ákveðin mál og verði ekki gengið að þeim muni Hreyfingin styðja vantrauststillögu. Mér leikur forvitni á að vita, sérstaklega í ljósi þess að hv. þingmaður kallar eftir annarri stefnu hér og að það sé hugað að meiri víðsýni í utanríkismálum, hvort þingflokkur Hreyfingarinnar mundi í heild sinni styðja vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni ef hún kæmi fram.