140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[15:15]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég mun að sjálfsögðu ekki standa gegn því að þjóðin fái að taka ákvörðun um sem flest mál og ekki heldur hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna. Ég tel hins vegar að það væri mjög heimskulegt að hætta þeim viðræðum, en ef þjóðin tekur ákvörðun um slíkt í atkvæðagreiðslu mundi ég styðja slíka ákvörðun eða alla vega fylgja henni. Ég er talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslna vegna þess að þær grípa fram fyrir hendurnar á flokkunum á Alþingi sem kosnir eru út á ákveðna stefnuskrá en gera svo oftar en ekki eitthvað allt annað í kjölfarið.

Ég endurtek það sem ég sagði áðan að þrír flokkar af fjórum voru kosnir út á stefnuskrá sem snerist um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þó að tveir þeirra hafi snúist gegn aðild á kjörtímabilinu og misnota þar með það umboð sem þeir voru kosnir út á mundi ég að sjálfsögðu styðja það að þjóðin fengi að greiða atkvæði um það (Forseti hringir.) en ég mundi ekki styðja (Forseti hringir.)