140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[15:16]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hv. þingmaður styðji það að þjóðin fái að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda eigi umsóknarferlinu áfram því að það þýðir að meiri hluti er á þingi fyrir slíkri þingsályktunartillögu, en eins og hv. þingmaður veit þarf að samþykkja slíka þingsályktunartillögu á þinginu til þess að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Mig langar líka til að spyrja út í plan B sem hv. þingmaður ræddi og lýsir eftir. Hvert er í raun plan B hjá Hreyfingunni sem hefur nú gengið í Dögun? Ég hef ekki getað fundið neitt plan B í stefnuskrá Dögunar og ekki er mikið um efnahagstillögur í henni. Er Hreyfingin kannski að bíða eftir einhvers konar vegvísi frá Samfylkingunni? Hvert er plan B hjá Hreyfingunni?