140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[15:47]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (U) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst þetta í rauninni snúast um að nálgast aðildarviðræðurnar hvað varðar landbúnað með opnum huga.

Ég fór t.d. á ágætan fyrirlestur fyrir nokkrum mánuðum þar sem fjallað var um landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Ég held að ekkert allt of margir hafi velt því fyrir sér hve ótalmargar útfærslur eru á því sem heitir landbúnaðarstefna Evrópusambandsins. Í þessum tiltekna fyrirlestri voru um það bil 27 taldar upp. Ef við sækjum það mjög hart að hafa einhverja sérstaka tegund af íslenskum styrkjum er ég bjartsýnn á og heyri það frá viðræðunefndinni að við getum vel haft árangur sem erfiði í því ef við viljum.

Lykilatriði er að mér finnst aðildarviðræðurnar opna stórkostlega möguleika á því að endurskipuleggja íslenskan landbúnað í þágu íslensks landbúnaðar og íslensku þjóðarinnar. (Forseti hringir.) Við verðum bara, og það er algjört grundvallaratriði, að nálgast þetta með opnum huga.