140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[21:07]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég ætla ekki að fara í neinar ágiskanir um þetta eða ætla mönnum nokkuð í þessum efnum. Ég kom of seint á fundinn sem var af bara erfiðleikum sem ég réð ekki við, ætlaði hins vegar alltaf að mæta á þennan fund sem ég og gerði. Mér þótti að sjálfsögðu miður að vera ekki aðili að úttektinni á þessu viðamikla máli því að afstaða mín hefur legið fyrir í þessum efnum innan þingflokksins og í raun engu við það að bæta.

Nú er málið væntanlega komið til þinglegrar meðferðar og þá þarf hver og einn að svara fyrir sig hvort honum finnist rétt að Ísland þiggi peninga sem eru til þess gerðir að hafa áhrif á fólk í þessu ferli.

Auðvitað eru þetta á endanum engar gjafir heldur skattpeningar framtíðarinnar sem verða borgaðir til baka með einum eða öðrum hætti. En eins og ég segi þá þykir mér miður að hafa ekki verið hluti af þessu máli.