140. löggjafarþing — 90. fundur,  27. apr. 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hafa tvö bréf um frestun á því að skrifleg svör við fyrirspurnum berist. Frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti, skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 906, um áhrif ólögmætis gengistryggingar erlendra lána til heimila í bankakerfinu, frá Eygló Harðardóttur. Upplýst er að tafir verði á svari þar sem verið er að afla upplýsinga en svarið berist eins fljótt og auðið er.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 907, um áhrif ólögmætis gengistryggingar erlendra lána til fyrirtækja í bankakerfinu, einnig frá Eygló Harðardóttur. Upplýst er að tafir verði á svari þar sem verið er að afla upplýsinga en svar mun berast eins fljótt og auðið er.