140. löggjafarþing — 91. fundur,  30. apr. 2012.

fylgi við ESB-aðild og íslenska krónan.

[15:18]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Hæstv. forseti. Ég ítreka spurningu mína um hvaða sýn hæstv. forsætisráðherra hefur á þessa leið. Ég vitnaði til þeirrar leiðar sem Írar fóru, að taka við skuldum einkabanka og skuldsetja þjóðina. Er það sú leið sem talað er um í sambandi við snjóhengjuna upp á 1.000 eða 1.200 milljarða? Á að lokum að fara þá leið?

Varðandi þá yfirlýsingu hæstv. forsætisráðherra að skoðanakannanir sveiflist mjög er það ekkert skrýtið. Árið 2009, þegar við sóttum um aðild, sem ekki var mikill meiri hluti fyrir að gera, bjuggum við við allt aðrar aðstæður. Ég vitna í því sambandi til nokkuð virts hagfræðings, Johns Maynards Keynes, sem sagði eitthvað á þá leið, með leyfi forseta: „When the facts change, I change my mind. What do you do, sir?“ Eða í beinni þýðingu: Þegar staðreyndirnar breytast þá skipti ég um skoðun. Hvað gerir hæstv. forsætisráðherra?