140. löggjafarþing — 92. fundur,  30. apr. 2012.

neytendalán.

704. mál
[18:20]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek því þá þannig að þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum fréttirnar sem voru á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. En hitt er aftur á móti annað mál að hv. ráðherra hefur greinilega misskilið algjörlega hvað ég var að segja.

Ég spurði: Getur verið að einn maður geti fylgst með neytendavernd á fjármálamarkaði? Í umsögn fjármálaráðuneytisins er það nefnilega sagt hreint út að þetta muni kalla á eitt starf í viðbót.

Hitt er annað mál að færa bankaeftirlit inn í Seðlabankann og við stöndum þá bara í ágreiningi, ég og hæstv. ráðherra, með það að flestir sérfræðingar hafi bent á að því sé betur komið saman vegna eftirlits með fjármálastöðugleika. (Forseti hringir.) Væntanlega getum við tekið nákvæmari umræðu um það þegar sú skýrsla sem hæstv. ráðherra benti á (Forseti hringir.) mun koma hér til umræðu í þinginu.