140. löggjafarþing — 92. fundur,  30. apr. 2012.

neytendalán.

704. mál
[19:13]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það sem er kannski upplýsandi við þessa umræðu er að alla vega við ákveðnar aðstæður geta stjórnarliðar hreyft sig hratt og farið út úr þinghúsinu þegar umræða hefst. En að koma hér upp og bjóða mönnum upp á að það sé svo nauðsynlegt að fara yfir og funda um mál vegna þess að þau séu svo mikilvæg, mál sem komu allt of seint fram eins og allir vita, og taka síðan ekki þátt í umræðunni, að vera með stórmál eins og við erum að ræða hér og ræðum enn, sem er hvorki meira né minna en neytendalánin, á svo óhefðbundnum tíma er náttúrlega ótrúlegt. Ég tek undir að það væri afskaplega æskilegt ef virðulegur forseti gæti upplýst okkur um hvað við ætlum að standa lengi í þessu, og ég vek athygli á því (Forseti hringir.) hvenær við erum að funda en það er kvöldið fyrir 1. maí.