140. löggjafarþing — 92. fundur,  30. apr. 2012.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

689. mál
[20:45]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef sett af stað vinnu við það í ráðuneytinu að vinna nánar með tillögur starfshópsins sem hv. þingmaður nefndi. Það er stefnt að því að næsta haust liggi fyrir tillögur um breytt fyrirkomulag sem verða kynntar þá í þinginu. Hér er aðeins tekin ein tillaga frá starfshópnum og hún sett í frumvarpsform þannig að hún geti nýst núna strax. Hv. þingmaður kallar eftir þessari vinnu og eins og ég sagði geri ég ráð fyrir því að tillögurnar verði komnar fram í haust og þá getum við farið nánar yfir þær.

Það er markmið með niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar að ná fram jöfnuði í landinu vegna hitunar húsnæðis. Forréttindum þeirra sem búa á svæðum þar sem er góður aðgangur að heitum og tiltölulega ódýrum jarðhita til húshitunar er ekki jafnt dreift og markmiðið er þá að finna leiðir til að jafna þann kostnað sem þarf að reiða fram vegna húshitunar.