140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[16:49]
Horfa

Frsm. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Flest var satt og rétt af því sem hv. þingmaður sagði en þó tel ég að hún þurfi að fylla kannski aðeins betur upp í myndina. Ég vildi spyrja hana hvort hún teldi að farið hefði fram einhver önnur skoðun á þessari hugmynd, um sameiningu efnahagsráðuneytis og fjármálaráðuneytis, en í skýrslunni sem var unnin af nefnd Gylfa Magnússonar, Sigurðar Snævarrs og Sigurðar H. Helgasonar í janúar og febrúar, hvort álits einhverra annarra hefði verið leitað um það efni og síðast en ekki síst hvort niðurstaða þeirrar nefndar hefði verið skýr varðandi hvaða skref ætti að stíga í þessu sambandi.