140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[16:49]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef kannski ekki skilið spurningu hv. þingmanns rétt. Ég svaraði því til að það hafi greinilega verið nokkur annar aðdragandi að þessari tillögugerð. Það fóru fram mjög ítarlegar viðræður og samræður á fundum nefndarinnar sérstaklega um efnahagsmálin og styrkingu fjármálaráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis í einu ráðuneyti. Á þeim fundi voru fulltrúar hagsmunasamtaka og þeirra stofnana sem undir þetta nýja ráðuneyti eiga að heyra og ekki var annað að finna en samhljómur væri í því að menn töldu þetta rétt. Þó kom fram að Fjármálaeftirlitið setti spurningarmerki við það að vera í öðru ráðuneyti en Seðlabankinn en við nánari athugun gera menn á þeim bæ ekki athugasemdir við það eins og fram kom.