140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[16:51]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil gera grein fyrir því í þessari umræðu, sem ég hef reyndar gert áður, að flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var á Akureyri 15. og 16. janúar 2010 skoraði á stjórn og þingflokk VG að endurskoða áform sín um endurskipulagningu Stjórnarráðsins einmitt í ljósi breyttra aðstæðna og yfirfara þau áður en frekari skref yrðu tekin. Þetta laut ekki hvað síst að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og að leggja það niður sem slíkt og sameina það öðrum ráðuneytum. Mjög var dregið í efa að sú aðgerð væri rétt skref, ekki síst í þeim breytta heimi sem var. Þetta eru þær atvinnugreinar sem standa hvað þéttast gegn aðildarumsókninni að Evrópusambandinu og ég spyr hv. þingmann: Er það rétt og er hún sátt við að flytja þessa tillögu (Forseti hringir.) í svo mikilli ósátt við nánast allar greinar sem undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið heyra?