140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[16:55]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég mótmæli því að flokksmenn og félagsmenn í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði telji það stórhættulegt að fara í þessar stjórnkerfisbreytingar. Við skulum bara muna að það eru ákvæði um þetta í stjórnarsáttmálanum sem flokksráð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs samþykkti í maímánuði 2009.

Menn hafa eins og allir vita mismunandi skoðanir á því vægi sem aðildarumsóknin að Evrópusambandinu hefur. Sumir sjá ekkert nema það eina mál og skoða öll mál með þeim gleraugum. Ég er ekki í þeim hópi. Ég vonast til þess að betri stjórnsýsla, sterkari ráðuneyti, geti staðið betur gegn því að Ísland fari í Evrópusambandið, hv. þingmaður. Þar erum við sammála, auðvitað.