140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[16:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Með lögum nr. 115/2011 var breytt ákvæðum um skipan ráðuneyta eins og ég rakti áðan og hv. þingmaður benti á, og ég skal viðurkenna, eins og hv. þingmaður nefndi það, að já, Alþingi samþykkti að það þyrfti ekki að leggja hvert ráðuneyti til eins ráðherra. — Nú er hv. þingmaður vikinn úr salnum til þess að svara símtali og hefur þess vegna ekki tök á að hlýða á mál mitt þannig að ég læt vera að svara síðari spurningu hans.