140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:15]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé bara gott eitt um tillögu hv. þingmanns um lagaskrifstofu að segja. Ef ég man rétt höfum við farið fram á að sú nefnd sem fjallar um þingsköp fjalli um það frumvarp, við höfum vísað því þangað. Ég hef ekkert nema gott um það að segja. Ég held hins vegar að lagaskrifstofa hefði ekki breytt neinu um það þingmál sem við ræðum hér, vegna þess að það er vel undirbúið og liggur alveg ljóst fyrir.

Svo vil ég bara ítreka að það er heimild fyrir 23 aðstoðarmönnum og 13 eru í starfi.