140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:30]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka kærlega þessa ábendingu, það er náttúrlega alveg dæmigert fyrir þessa ríkisstjórn að hér er ein aðalnefndin ekki talin upp í upptalningu hæstv. forsætisráðherra á pappír. Það leiðir hugann að því hversu margar nefndir vantar þá inn í svörin frá þessum hæstv. ráðherrum sem þó hafa svarað mér.

Þetta er alveg í takt við allt og sýnir að hæstv. forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki einu sinni heildarsýn yfir sitt eigið ráðuneyti fyrst svo mikilvæg nefnd sem hefur unnið að breytingum á þessu Stjórnarráði gleymdist og féll út úr svarinu.

Ég þakka hv. þingmanni fyrir að hafa bent á þetta. Ég tel að þetta hafi komið upp á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar vísað var í þessa nefnd og hún fannst hvergi.

Nú hef ég lokið máli mínu, hef beðið aftur um orðið, frú forseti, og vonast til þess að það sé nú þegar skráð niður að ég taki hér til máls við síðari (Forseti hringir.) umr.