140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[22:07]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fyrri spurningin er hvort ráða eigi inn í Stjórnarráðið í heild sinni en ekki inn í einstök ráðuneyti. Ég hef ekki skoðað það sérstaklega. En þegar menn ráða í stöðu í Stjórnarráðinu eða í ráðuneyti eru menn yfirleitt að leita að einhverri faglegri þekkingu. Ég hef tilhneigingu til að halda svolítið í það að menn ráði inn í ákveðin ráðuneyti, en kannski er svo sem praktískara að ráða í Stjórnarráðið, ef verið er að gera miklar breytingar á fjögurra ára fresti, bara til að geta haldið utan um mannaflann. En ég hef ekki skoðað þetta mikið.

Varðandi hitt hef ég mun sterkari skoðanir á því, það að þegar nýr ráðherra kemur inn geti hann tekið með sér ákveðinn fjölda aðstoðarmanna og tekið þá svo með sér aftur þegar hann fer. Ég er svolítið hlynnt því. Það er vegna þess að núverandi fyrirkomulag er þannig … (Forseti hringir.) Það er of langt mál að útskýra það, ég held að ég verði að gera það í seinna andsvari fyrst ég fæ bara mínútu.