140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[22:52]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur hv. þingmenn að varðveita það sem við erum þó sammála um á þessum tímum. Ég hef sagt hér áður og sagði það þegar við vorum í fyrri breytingunum á Stjórnarráðinu að auðvitað eigi að reyna að taka rökræðuna. Ég sagði líka í ræðu minni að ég talaði ekki fyrir hönd allrar stjórnarandstöðunnar en mér finnst auðvitað að við eigum að taka rökræðuna á þeim grunni hvernig við viljum gera þetta.

Við vitum alveg hvernig þetta er gert í dag og menn ræða ekkert um hlutina eins og þeir eru. Það koma inn ráðherrar, þeir taka með sér aðstoðarmann og svo taka þeir upplýsingafulltrúa og einhverja verktaka o.s.frv. Og þetta er ekkert að byrja í dag, þetta er ekkert að gerast í dag. Oft og tíðum þegar ráðherrar fara úr ráðuneytunum sitja hugsanlega einhverjir inni sem eru settir til hliðar af næstu ríkisstjórn og þar fram eftir götunum. Það er miklu eðlilegra að hafa þetta með þeim hætti að ráðherrar komi inn með sitt lið og fari út með sitt lið. Það er mín persónulega skoðun alveg sama hvort aðrir eru sammála mér í því. En við þurfum líka að taka þá umræðu dýpra (Forseti hringir.) að ráða inn í Stjórnarráðið til að það fólk fái það sem það á skilið af okkur á þinginu