140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[23:48]
Horfa

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það enn og aftur að mjög mikilvægt er að menn hafi þetta í huga og ég tek undir áhyggjur hv. þingmanns af því að völd embættismanna muni aukast mjög mikið við þetta. Það er ljóst að embættismenn koma helst að því að semja frumvörp og annað slíkt og eru þá kannski í fersku minni ný lög um kræklingarækt sem rædd voru hér fyrr í dag sem sýnir að stjórnsýslan er orðin svo flókin að þetta þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar.

Nú ætla ég ekkert að fullyrða um það hvort Samfylkingin eigi mikið fylgi meðal bænda en ég vona svo sannarlega að svo sé enda þarf hún svo gjarnan að eiga samtal við bændur, hefði mjög gott af því. En ég tek undir það að fjölmargir bændur hafa greitt Vinstri grænum atkvæði sitt og þeir eru ansi margir beygðir í dag. Það verður ekki annað sagt.