140. löggjafarþing — 93. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:46]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil taka undir með þeim sem hér hafa komið upp og eru að velta fyrir sér hvenær frú forseti hyggst fresta þessum fundi. Það eru nefndarfundir í fyrramálið og sá sem hér stendur er á mælendaskrá í nótt og þarf að mæta á nefndarfund kl. níu. Ég held að ég sé sjötti eða sjöundi á mælendaskrá og það væri mjög gott að fá einhverjar upplýsingar um það hjá frú forseta um það hvort hún hyggst klára dagskrána, hvort hún hyggst slíta fundi kl. eitt, tvö, þrjú, fjögur eða fimm. Ég held að það sé mjög mikilvægt þannig að þingmenn geti skipulagt tíma sinn og undirbúið sig fyrir nefndarfundi á morgun. Ég vil beina því til frú forseta hvort hún geti verið eilítið skýrari í svörum sínum. Miðnótt er ansi loðið hugtak og það væri gott að fá aðeins betri útskýringar á því hvað felst í því tímalega séð.