140. löggjafarþing — 93. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:49]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég hafði ekki tök á því en ég ætla þá að gera það úr ræðustól, ég ætla að biðja hv. þm. Guðlaug Þór Þórðarson að koma og spyrja þessarar sömu spurningar vegna þess að hann er næstur á mælendaskrá og þá förum við kannski að þrengja þetta aðeins nánar.

Frú forseti. Ég vil gjarnan fá skýr svör. Þetta er allt að koma en er það mögulegt, ef við biðjum mjög fallega, virðulegi forseti, að forseti geti sagt okkur nákvæmlega hvenær hún hyggst slíta fundi og hversu margir þingmenn munu tala til viðbótar? Það væri óskandi af því að eins og hér hefur komið fram eru nefndarfundir í fyrramálið. Sú sem hér stendur á að vera mætt kl. níu og á eftir að keyra um langan veg heim og til fundar í fyrramálið. Það væri afar gott ef frú forseti gæti veitt okkur þessar upplýsingar.