140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

lengd þingfundar.

[11:18]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. (Gripið fram í: Málþóf?) Ég get ekki vorkennt mönnum í málþófi að vera í málþófi á kvöldin. En hins vegar er það alveg rétt hjá hv. þm. Sigurði Inga Jóhannssyni að hér liggja fyrir óvenjumörg mikilvæg og merkileg mál. Það er vont að þau skuli vera svona seint á ferðinni en þau eru hér inni, þau skipta þjóðina og atvinnuvegina miklu máli og þau skipta framtíð landsins miklu máli. Þess vegna eigum við ósköp einfaldlega að taka okkur þann tíma sem þarf, vera hér eins langt fram í júní og stætt er á gagnvart forsetakosningum til dæmis, fresta síðan þingi og koma hér saman aftur og afgreiða þessi mikilvægu mál í sumar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)