140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

lengd þingfundar.

[11:33]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég er orðin þreytt á þessu leikriti sem er hér á hverjum degi í boði þingflokka stjórnarandstöðunnar og stjórnarliða. Ég hvet þingmenn til að temja sér vinnubrögð sem einkenna norræna velferðarkerfið, samningaviðræður í stað átaka um umdeild mál. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

Ég mun sitja hjá við atkvæðagreiðslu um lengri þingfund þar til þingheimur hefur sest niður og samið um þau mál sem komast á dagskrá og ég ætlast til þess að þau mál sem fara á dagskrá séu brýn úrlausnarmál fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Heyr, heyr.)