140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

lengd þingfundar.

[11:39]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er sérkennilegt hjá þeim félögum, hv. þingmönnum Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Vigdísi Hauksdóttur, að skoða það sem hótun þegar talað er um að hugsanlega þurfi, vegna mikilvægis mála á þinginu og þeirrar vinnu sem í þau þarf að leggja, að framlengja þingið fram yfir starfsáætlun. Síðast þegar ég vissi voru samþykktir forsætisnefndar ekki lög. Síðast þegar ég vissi var forsætisnefnd ekki Alþingi og síðast þegar ég gáði var hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir ekki forseti Alþingis.