140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[15:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta eru áhugaverðar umræður. Ég vek athygli hv. þingmanns á bls. 5 í athugasemdum með þingsályktunartillögunni. Þar er að finna yfirlit yfir hvernig þessum málum er skipað til ráðuneyta á hinum Norðurlöndunum. Það kemur í ljós að fyrir utan Danmörku og Ísland, þar sem almenn hagstjórn, skattar, tollar, fjárlög og fjármálamarkaður eru hvert í sínu ráðuneyti nánast, eru allir þessir þættir, sem sagt almenn hagstjórn, skattar og tollar, fjárlög og fjármálamarkaðurinn undir einu og sama ráðuneyti í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.

Það er rétt sem hv. þingmaður sagði um þá fræðastofnun eða óháða ráð sem er í Svíþjóð, og það er tekið sem dæmi á þessari sömu blaðsíðu um það hvernig við getum gert þetta betur hér á landi.

Ég vil vegna orða hv. þingmanns, sem kvartaði undan því að hér væri of hratt unnið og hér værum við með illa undirbúið mál, vekja athygli á því … Frú forseti, ég held ég ljúki bara máli mínu. Það er greinilega ekki eftirspurn eftir því að hlusta á andsvör í þessum sal.