140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:14]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil greina hæstv. forseta frá því í ljósi þeirra umræðna sem urðu við atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar í dag þar sem tekist var á um hvernig forgangsröðun mála ætti að vera á dagskrá þingsins í dag. Hv. þm. Álfheiður Ingadóttir, sem hér hefur talað hátt og mikið, vændi okkur í stjórnarandstöðunni um að taka þingið í gíslingu og hleypa ekki mikilvægum málum á dagskrá. Það skal upplýst hér að í kjölfar þessara orðaskipta fór ég ásamt varaformanni þingflokks Framsóknarflokksins þess á leit við forseta þingsins að hún beitti sér fyrir því að máli því sem við ræðum núna, lokamálinu á dagskrá, sem er stjórnarskrármálið, (Forseti hringir.) yrði frestað þar til á morgun og við mundum greiða fyrir því að öll önnur mál plús (Forseti hringir.) þau mál sem þingflokksformenn ræddu um yrðu tekin fram fyrir, yrðu rædd og (Forseti hringir.) færu til nefndar til þess að hægt væri að nýta nefndadagana í næstu viku. (Forseti hringir.)

Frú forseti. Í stuttu máli sagt var þeirri málaleitan hafnað. (Forseti hringir.) Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er nefnilega skýr eins og hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir benti á: (Forseti hringir.) Stjórnarráðið umfram heimilin (Forseti hringir.) og fyrirtækin í landinu. (Forseti hringir.)