140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:25]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það var vondur bragur á þinginu í morgun og ég held að við ættum öll að líta í eigin barm. Þess vegna er það algerlega með ólíkindum að hv. þm. Álfheiður Ingadóttir, sem greinilega getur ekki litið í eigin barm, segir að við höfum hrakist undan harðri gagnrýni. Þvílík fjarstæða.

Málflutningurinn í morgun var þannig að stjórnarandstaðan væri að koma í veg fyrir þinglega meðferð mála og að hér væri eftir helgi áætlað að hafa nefndadaga þar sem nefndirnar væru tómar af málum. Þess vegna og með brag þingsins og sóma okkar allra þar á meðal, ég veit ekki hvort því sé viðbjargandi, (Gripið fram í.) sóma allra þingmanna að við gætum sýnt almenningi í landinu að okkur tækist um stund (Forseti hringir.) að leggja ágreiningsmál til hliðar, koma málum áfram (Forseti hringir.) þannig að þingið verði starfhæft eftir helgi. En þetta getur stjórnarliðið ekki fallist á. (Forseti hringir.) Mér finnst það sorglegt.