140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:27]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Björn Valur Gíslason sneri hlutunum aftur á hvolf áðan þegar hann sagði að það væri enginn samningsvilji hjá stjórnarandstöðunni. (BVG: Ég sagði það ekki, Jón.) Hann sagði að það væri enginn samningsvilji. Við hefðum komið fram með tilboð (BVG: Það er rangt.) en hvert var gagntilboðið frá stjórnarflokkunum? Við buðum upp á það að þessu ágreiningsmáli yrði frestað um stund og tekið yrði til við að afgreiða 15 önnur mál í gegnum þingið sem gætu runnið nokkuð ljúft til nefnda. Þetta er okkar tilboð og með þessu falla fullyrðingar hv. þm. Álfheiðar Ingadóttur um það að stjórnarandstaðan ætli að vera á móti öllum málum. Það er nefnilega ekki þannig, en samningsviljinn er enginn hjá hv. ríkisstjórnarflokkum, enginn. Það á bara að valta yfir þingið og á meðan við göngum ekki að þeirra skilyrðum þá er ekki um neitt samkomulag að ræða.

Hæstv. forsætisráðherra sýndi sitt rétta andlit hér í morgun (Forseti hringir.) þegar hún steytti hnefann framan í þingið í hótunartón og talaði til þingmanna í hótunartón. (Forseti hringir.) Það er hennar rétta andlit. Það er auðvitað (Forseti hringir.) ákvörðun hennar að þessi staða er uppi í þinginu og það eru stjórnarflokkarnir sem (Forseti hringir.) bera fullkomna ábyrgð á þeirri töf sem er að verða á þingmálum.