140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[20:33]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að leyfa mér að spyrja hæstv. forseta aftur um viðbrögð hæstv. forsætisráðherra við beiðni virðulegs forseta um að koma hingað til fundar. Það hefur verið upplýst að hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir er næst á mælendaskrá en ekkert bólar á hæstv. forsætisráðherra. Ég hlýt að taka undir kröfu hv. þingmanns og annarra um að þessum fundi verði frestað þar til hæstv. forsætisráðherra kemur í salinn þar sem við vitum öll að þetta mál er helsta áherslumál hennar, alla vega í dag. Þess vegna er það ekki mjög ósanngjörn krafa, frú forseti, að fá svör frá hæstv. forseta um viðbrögð hæstv. forsætisráðherra. Get ég ítrekað þá beiðni mína, virðulegi forseti, um að fá svör við þeirri spurningu?