140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[20:58]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur fyrir ræðu hennar. Hún gerði vel grein fyrir afstöðu sinni og hugsunum varðandi umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Mig langar því til að spyrja hana um það vegna þess að Íslendingar eru í aðlögunarferli að Evrópusambandinu og í túlkun Evrópusambandsins flokkast hvalveiðar til umhverfismála. Mig langar til að spyrja að því hvort hugsanlegt yfirvofandi hvalveiðibann til að hægt sé að halda aðildarviðræðum áfram tengist því að komnar séu „ordrur“ frá Evrópusambandinu um að setja umhverfis- og auðlindamálin saman í eitt ráðuneyti. Eins og við vitum er Evrópusambandið algjörlega auðlindasnautt og ásælist auðlindir okkar, sama hvort það sé kalt vatn, heitt vatn, lega landsins, norðurslóðasiglingar, seta okkar í Norðurskautsráðinu o.s.frv. Getur verið (Forseti hringir.) að þetta sé samtvinnað að einhverju (Forseti hringir.) leyti?