140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[21:03]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vildi inna hv. þingmann, sem átti sæti í þingmannanefndinni um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um vinnubrögð og fleira sem átti hlut að því mikla efnahagshruni sem hér, eftir því hvort þau vinnubrögð sem hér eru viðhöfð við samningu og framlagningu þessa frumvarps sé í samræmi við þær tillögur þingmannanefndarinnar og þær áherslur sem hún lagði upp með. Ég minnist þess að hv. þm. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagði einmitt í þingræðu að þau vinnubrögð sem væru viðhöfð af hálfu forsætisráðherra gengju fullkomlega í berhögg við þær tillögur og áherslur sem þingmannanefndin hefði verið með um bætt vinnubrögð í þinginu. Menn sætu þar jafnvel aftar en var í aðdraganda hrunsins. (Gripið fram í.) Þar sem hv. þingmaður átti sæti (Forseti hringir.) í nefndinni vildi ég gjarnan (Forseti hringir.) heyra viðhorf hennar til þessa, frú forseti.