140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[23:58]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þær beiðnir sem hafa komið fram frá hv. þingmönnum um gleggri upplýsingar hvenær fyrirhugað er að ljúka þingfundi í nótt.

Ég vil einnig nefna það, virðulegur forseti, að hæstv. forsætisráðherra hefur ekki sést í salnum í nokkurn tíma þó að maður hafi orðið var við hana í húsinu. Hún talaði í dag eins og sá sem valdið hefur, steytti hnefa framan í þingheim og talaði í hótunartón til þingsins, ákaflega óviðeigandi. Kannski er það þannig á þessum bæ, virðulegur forseti, að forseti treystir sér ekki til að gefa skýr svör fyrr en hún hefur ráðfært sig við (Forseti hringir.) hæstv. forsætisráðherra. (Forseti hringir.) Ég hvet þá til þess að hæstv. forsætisráðherra verði kölluð í þingsal og (Forseti hringir.) blandi sér í þessa umræðu, (Forseti hringir.) en það er algerlega óviðeigandi hvernig haldið er á málum núna.