140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:06]
Horfa

Frsm. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með hv. þm. Birni Vali Gíslasyni eins og kollegi minn hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson, að það er töluvert mikið órætt í þessari umræðu. Það þarf auðvitað að skipuleggja þá umræðu og skipuleggja önnur störf þingmanna og þess vegna væri örlítið nákvæmari upplýsingagjöf af hálfu forseta um fyrirætlanir hans vel þegin.

Ég velti því hins vegar fyrir mér og bið hv. þingmenn að hugsa um það, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, hvort málið sem er núna á dagskrá sé virkilega mesta forgangsmál þingsins. Nú er töluvert eftir af umræðunni, mikið eftir að ræða í þessu máli, ég er sammála því eins og fram hefur komið, það var rétt greining hjá hv. þm. Birni Vali Gíslasyni. En eru ekki önnur mál (Forseti hringir.) sem við gætum komið áleiðis ef við settumst niður og (Forseti hringir.) reyndum að skipuleggja vinnu okkar?