140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:14]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er annað kvöldið í röð sem við erum hér fram á nótt, við vorum það líka á mánudagskvöldið. Við fengum frí á 1. maí, á frídegi verkalýðsins. Mér finnst enginn bragur á því að hér skuli verið að ræða mál, kvöld eftir kvöld, langt fram á nótt og ekki virðist sjá fyrir endann á því.

Mig langar til að spyrja virðulegan forseta hvort það sé að líða að því að þessum þingfundi ljúki. Margir þurfa að mæta til nefndafunda í fyrramálið og gott að fólk geti skipulagt sig aðeins fram í tímann. Ég vildi því beina þeim vinsamlegu tilmælum til forseta um að svara ef hún gæti þeirri einföldu spurningu minni (Forseti hringir.) hvenær þingfundi mun ljúka.