140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[01:29]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú eru orðnir einir 14, 15, 16, 17 tímar að verða síðan flestir byrjuðu vinnudaginn og við eigum að mæta á nefndarfundi eftir rúma sex tíma. Það er löng mælendaskrá og þetta mál mun ekki klárast í kvöld, það er algerlega augljóst. Mig langar því til að spyrja virðulegan forseta hvort ekki sé rétt að huga að áferðinni á Alþingi og virðingu Alþingis og slíta þessum fundi hvað úr hverju, vegna þess að ljóst er að málið verður ekki klárað í kvöld, sama hvað verður þrjóskast við.