140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[01:34]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp til að taka undir þær beiðnir að í það minnsta hæstv. forsætisráðherra sé viðstödd umræðuna og auðvitað væri æskilegast að hæstv. forsætisráðherra tæki þátt í umræðunni og svaraði þeim fjölmörgu spurningum sem bornar eru fram. Hæstv. forsætisráðherra hefur sett þetta mál á oddinn sem helsta mál ríkisstjórnarinnar. Ég verð að segja eins og er, frú forseti, að ég varð óumræðilega sorgmæddur og fyrir miklum vonbrigðum með viðbrögð stjórnarflokkanna í dag að vera ekki tilbúnir að taka í útrétta hönd okkar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins þegar við lögðum það til í dag að taka mjög brýn mál á dagskrá í stað þess að ræða þetta stjórnarráðsmál eitthvað inn í nóttina. Það væri einnig ágætt, frú forseti, að fá að vita hvenær því mun ljúka því að eins og fram hefur komið fyrr í kvöld eru nefndafundir snemma í fyrramálið. (Forseti hringir.) Þetta er önnur nóttin sem við dveljum hér og mér sýnist á öllu að við munum dvelja hér eitthvað lengur næstu daga og vikur við að ræða þetta mál (Forseti hringir.) ef ekki verður hægt að taka gáfulega umræðu um forgangsröðun í þinginu.